Beactive | #3030 heilsa
1059
post-template-default,single,single-post,postid-1059,single-format-standard,qode-social-login-1.0,qode-restaurant-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-4.1,wpb-js-composer js-comp-ver-6.4.2,vc_responsive

#3030 heilsa

Sigrún Fjeldsted, námsráðgjafi og fyrrum afrekskona í spjótkasti stendur fyrir áskoruninni #3030 heilsa. Áskorunin felst í því að skuldbinda sig til þess að hreyfa sig í 30 mínútur á dag í 30 daga. Tilgangurinn er að vekja athygli á Alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum sem er haldinn 10. september og minna á samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu. Þátttakendur eru einnig beðnir um að hvetja aðra til þess að taka þátt í áskoruninni, en þannig getum við haft góð áhrif á hvert annað. Margir kjósa að deila áskoruninni á Instagram og nota #3030heilsa og tagga Instagram síðuna andlegoglikamlegheilsa. 

Þeir sem taka þátt í #3030heilsa munu uppskera betri andlega og líkamlega líðan og auka líkurnar á því að þeir haldi áfram að hreyfa sig að þrjátíu dögum loknum.