Beactive | BeActive dagurinn 2019
949
post-template-default,single,single-post,postid-949,single-format-standard,qode-social-login-1.0,qode-restaurant-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-4.1,wpb-js-composer js-comp-ver-6.4.2,vc_responsive

BeActive dagurinn 2019

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Takmarkið er að gera laugardaginn 7. september að ógleymanlegu íþrótta- og hreyfi karnivali fyrir alla fjölskylduna.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir BeActive deginum. Kynntu þér dagskránna hér
Hægt er að nálgast nánaru upplýsingar um tilgang og markmið verkefnisins á www.beactive.is