Beactive | Hjartadagshlaupið
388
post-template-default,single,single-post,postid-388,single-format-standard,qode-social-login-1.0,qode-restaurant-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-4.1,wpb-js-composer js-comp-ver-5.5.2,vc_responsive

Hjartadagshlaupið

fer fram laugardaginn 29. september en hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10. Ekkert þátttökugjald! Í boði verður að hlaupa 5 km og 10 km með flögutímatöku. Keppt er í þremur aldursflokkum og karla- og kvennaflokki. Smelltu hér til að skrá þig.

Hlaupið er haldið í tilefni alþjóðlega hjartadagsins sem haldinn er á heimsvísu þann 29. septmber ár hvert. Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Hjartarvernd er aðili að Alþjóða¬hjartasambandinu eitt félaga á Íslandi. Markmið Hjartadagsins, sem yfir 100 þjóðir taka þátt í um allan heim, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf.

Félögin sem standa að hlaupinu eru Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill í samvinnu við Kópavogsbæ.

Eins og áður sagði er markmiðið íþróttavikunni að hvetja almenning að finna sér hreyfingu við hæfi og vera virkur í daglegu lífi. Einkunarorð vikunnar er #BeActive og vonum við að sem flestir verðir #BeActive með okkur. Það má finna okkur á Facebook undir BeActive Iceland og á Instagram undir #BeActiveIceland.