Beactive | Íþróttavika Evrópu og BeActive dagurinn 2019
985
post-template-default,single,single-post,postid-985,single-format-standard,qode-social-login-1.0,qode-restaurant-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-4.1,wpb-js-composer js-comp-ver-6.4.2,vc_responsive

Íþróttavika Evrópu og BeActive dagurinn 2019

Íþróttaviku Evrópu stendur yfir ár hvert frá 23. – 30. september.
Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Í tengslum við Íþróttaviku Evrópu var BeActive dagurinn haldinn í Laugardalnum 7. september sl. Það var mikið um að vera og gestir og gangandi fengu að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem Qigong, parkour, aquazumba, frjálsar íþróttir, frisbígolf, rathlaup, krikket, zumba, götuhokkí, sundknattleik, ruðning og handstöðu- og movement kennslu. Leikhópurinn Lotta skemmti yngstu kynslóðinni og Húlladúllan kenndi ungum og öldnum að húlla. Coca-Cola European Partners Ísland ehf gaf Topp.

Dagana 23. – 30. september í ár, var áhugasömum t.d boðið uppá fullorðinsfimleika hjá Ármanni, 2f1 á skauta í Skautahöllinni Laugardal, lýðheilsugöngur á Akranesi, opnar æfingar í íshokki hjá Skautafélagi Reykjavíkur og Hjartadagshlaupið á vegum Hjartaverndar.
Áætla má að um 1500-2000 manns hafi tekið þátt með beinum eða óbeinum hætti í viðburðum á vegum Íþróttaviku Evrópu.
Ef áhugi er fyrir því hjá þínu félagi að taka þátt í Íþróttaviku Evrópu 2020 þá má hafa samband við sviðsstjóra Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Hrönn Guðmundsdóttur, hronn@isi.is, og/eða Lindu Laufdal verkefnastjóra, linda@isi.is eða í s. 5144000.
Vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og facebook síðan er Beactive Iceland

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hlaut styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu.