Beactive | Norræna skólahlaupið
282
post-template-default,single,single-post,postid-282,single-format-standard,qode-social-login-1.0,qode-restaurant-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-4.1,wpb-js-composer js-comp-ver-5.5.2,vc_responsive

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið var sett í Giljaskóla á Akureyri föstudaginn 8. september. Hlaupið var vel skipulagt af Giljaskóla og tóku yfir 400 nemendur og starfsmenn þátt. Sandra María Jessen landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Þórs/KA spjallaði við krakkana við setningu hlaupsins, en hún var nemandi Giljaskóla í tíu ár. Hún talaði um mikilvægi hreyfingar og þess að hreyfa sig á einhvern hátt, sama hvort um væri að ræða skipulagða íþróttaiðkun eða göngutúr með vinum.

Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og er haldið í 34. skipti í ár. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi. Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Á síðasta ári tóku rúmlega 15.000 grunnskólanemendur frá um 63 skólum á Íslandi þátt í hlaupinu og hlupu til samans um 40 hringi í kringum landið.