Beactive | Paralympic dagurinn
717
post-template-default,single,single-post,postid-717,single-format-standard,qode-social-login-1.0,qode-restaurant-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-4.1,wpb-js-composer js-comp-ver-5.5.2,vc_responsive

Paralympic dagurinn

fer fram laugardaginn 29. september í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þetta er fjórða árið í röð sem Paralympic-dagurinn er haldinn á Íslandi en dagurinn er viðburðaríkur og skemmtilegur kynningardagur á Íþróttum fatlaðra á Íslandi.

Allir finna eitthvað við sitt hæfi en fjörkálfurinn Jón Jónsson stýrir viðburðinum af sinni alkunnu snilld og jákvæðni. Atlantsolíubíllinn mætir drekkhlaðinn af pylsum, gestir spreyta sig í fjölbreyttum íþróttum fatlaðra, samstarfsaðilar ÍF kynna fyrirtæki sín og aðildarfélög ÍF kynna starfsemi sína.