Beactive | Sýnum karakter - Allir með!
401
post-template-default,single,single-post,postid-401,single-format-standard,qode-social-login-1.0,qode-restaurant-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-4.1,wpb-js-composer js-comp-ver-5.5.2,vc_responsive

Sýnum karakter – allir með!

Ráðstefnan Allir með er tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar og byggist dagskráin upp á fyrirlestrum og vinnustofum. Að því loknu munu hóparnir svo eiga samtal við þá sem taka ákvarðanir innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrirlestrunum er ætlað að opna augu þátttakenda á ólíkum hlutverkum og möguleikum innan íþróttahreyfingarinnar og munu fyrirlesarar koma úr hópi dómara, þjálfara og stjórnenda. Þá mun fulltrúi ungmenna af erlendum uppruna segja frá gildi íþróttaþátttöku til að aðlagast samfélaginu.

Hverju sérsambandi og íþróttahéraði stendur til boða að senda tvo fulltrúa á aldrinum 13-25 ára. Til að hafa þátttakendalistann sem fjölbreyttastan treystum við á að til þátttöku veljist einstaklingar með ólíkan bagrunn, áhugasvið og forsendur fyrir þátttöku.