This is a subtitle for your new post

Grundarfjarðarbær og samstarfsaðilar taka þátt í Íþróttavikunni í ár og er boðið upp á glæsilega dagskrá þ.m.t. krakkajóga, opna tíma hjá Líkamsræktinni, Box 7 og Heilsueflingu 60+, kynning á Brazilian Jiu Jitsu í Klifurfelli og gönguferðir með leiðsögn á Grábrók eða Langahrygg. Auk þess fáum við til okkar flotta fyrirlesara: dr. Erlu Björnsdóttur, sálfræðing og kennara við HR, sem fjallar um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur; Arnar Hafsteinsson, íþróttafræðing og stundakennara við HR, sem fræðir okkur um vöðvarýrnun og mikilvægi styrktarþjálfunar; og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesara og körfuboltaþjálfara, sem fjallar um áhrif jákvæðra samskipta.
Við hvetjum alla til að taka þátt!