Íþróttavika Evrópu er 10 ára

Íþróttavika Evrópu, European Week of Sport, #BeActive fagnar 10 ára afmæli í ár. Átakið hefur hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og lifa heilbrigðari lífsstíl.
Íþróttavikan, sem haldin er í september ár hvert, var sett á laggirnar árið 2015 af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir slagorðinu #BeActicve.
Markmið íþróttavikunnar er að hvetja fólk á öllum aldri, og úr öllum samfélagshópum, til að taka þátt í hreyfingu - hvort sem er í íþróttum, leik, daglegri hreyfingu eða skipulögðum viðburðum. Í gegnum árin hefur Íþróttavika Evrópu vaxið ört og nær nú til 42 landa með þúsundum viðburða og milljóna þátttakenda ár hvert.
Fylgstu með í þínu sveitarfélagi, dagana 23. -30. september og vertu með!

Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla










