GREINAR

Parallelogram Shape

BEACTIVE

GREINAR

By Linda Laufdal 05 Oct, 2023
Vikuna 23. – 30. september hefur mikið verið um að vera á öllu landinu, í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Heilsueflandi sveitarfélög, íþrótttahéruð, íþróttafélög, fyrirtæki í heilsueflingu og framhaldsskólar hafa útbúið metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi. Vikan í höfuðborginni byrjaði með sjóbaðs-zumba gleðisprengju í Nauthólsvík, laugardaginn 23. september, sem tókst með eindæmum vel.
By Linda Laufdal 27 Sep, 2023
Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir um allt land „Við opnuðum íþróttavikuna með geggjuðu sjóbaðs-zúmbapartíi niðri í Nauthólsvík þegar það fóru líklega 50-60 manns í sjóinn og komu svo upp á ströndina og dönsuðu zúmba,“
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Skautahlaup hefur verið endurvakið hér á landi eftir 43 ára pásu. Íþróttin er þekkt á heimsvísu og er vel fylgst með fremstu keppendum í heimi á Vetrarólympíuleikum.
By Linda Laufdal 19 Jun, 2023
Líkt og undanfarin ár mun Fræðslu – og almenningsíþróttasvið ÍSÍ í samstarfi við ýmsa aðila og aðra áhugasama, halda áfram að efla Íþróttaviku Evrópu um allt land. Mikilvægt er að fá sem flesta með okkur í lið við það að hvetja landsmenn til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi sem er jafnframt skemmtileg.
By Linda Laufdal 15 Sep, 2022
Svefn er ein af grunnstoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu ásamt reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði og vellíðan. Það er því engin tilviljun að meðalmanneskjan eyði um það bil helmingi æskuáranna og þriðjungi fullorðinsáranna sofandi.
By Linda Laufdal 18 Aug, 2022
Heilsuefling til framtíðar „Markmið verkefnisins, Bjarts lífsstíls, er að auka heilsulæsi hjá eldra fólki og innleiða heilsueflingu til framtíðar. Það gerum við með því að efla upplýsingaflæði um núverandi hreyfiúrræði og aðstoða þá staði sem sjá þörf fyrir að setja á stofn ný hreyfiúrræði
By Linda Laufdal 17 Aug, 2022
Í yfir 30 ár hefur Sjóvá-Kvennahlaup ÍSÍ sameinað samveru og hreyfingu kvenna á landsvísu með farsælum árangri. Upphafleg markmið hlaupsins, um að hvetja konur til að gefa sér tíma fyrir sig, hreyfa sig meira og hlúa að heilsu sinni hafa sannarlega náðst. Allt hefur hins vegar sinn tíma og í ljósi þess að tíðarandinn hefur breyst frá því að hlaupið var fyrst haldið og upphaflegum markmiðum þess hefur verið náð, hefur nú verið tekin ákvörðun um að leggja hlaupið niður.
By Linda Laufdal 01 Jul, 2022
Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs og Linda Laufdal verkefnastjóri sóttu undirbúningsfund fyrir Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022, í Lille í Frakklandi 15. júní sl. Markmið fundarinns var að samstilla framkvæmdaraðila Íþróttaviku Evrópu, #BeActive, sem fram fer 23. - 30. september 2022 í flestum löndum Evrópu. Eftir tveggja ára fundarhlé sökum heimsfaraldur var afar gagnlegt fyrir hópinn að koma saman aftur og bera saman bækur sínar, skiptast á góðum hugmyndum og fá innsýn í áherslur ársins og markaðsefni.
By Linda Laufdal 20 Jun, 2022
27. Heimsþing TAFISA fór fram í Portoroz í Slóveníu dagana 7. – 12. júní sl. Í tengslum við þingið var einnig haldin ráðstefna ásamt 30 ára afmælishátíð samtakanna. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stjórnarmaður ÍSÍ og Linda Laufdal verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ
By Linda Laufdal 27 Apr, 2022
Við hjólreiðar eflast ekki aðeins vöðvar líkamans heldur heilasellurnar einnig. Blóðfæðið eykst sem skilar auknu súrefni og næringarefnum bæði til vöðva og heilafrumna og sem aftur eykur starfsemi þeirra. Einnig verður taukakerfið virkara sem ýtir undir framleiðslu próteina sem auka framleiðslu nýrra heilafrumna.
Hlaða fleiri
Share by: