Beactive | Íþróttavika Evrópu 2018
6
home,page-template,page-template-blog-masonry,page-template-blog-masonry-php,page,page-id-6,qode-social-login-1.0,qode-restaurant-1.0,ajax_fade,page_not_loaded,,select-theme-ver-4.1,wpb-js-composer js-comp-ver-5.5.2,vc_responsive

Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september

 

Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

 

Viðburðir

Í Laugardalshöll

verður hægt að prófa frjálsar íþróttir milli kl. 12:00 - 14:00 og keppa í hástökki kl. 13:00. Það verður zumba fyrir alla 14:00, danssýning kl. 14:45 og 15:15 og danspartý klukkan 15:00

Frisbígolf verður í boði

fyrir ykkur til að prófa milli kl. 11:00 - 15:00 við folfvöllinn í Laugardal. Það verða diskar á staðnum auk fagmanna sem kenna gestum og gangandi

Í Skautahöllinni í Laugardal

verður hægt að horfa á hokkímót barna kl. 10:00 - 12:00. Við Húsdýra- og Grasagarðinn verður rathlaup kl. 11:00 - 15:00 og ganga með leiðsögn fer af stað kl. 13:30

Prófaðu hjólabretti

við brettagarðinn í Laugardal milli kl. 12:00- 14:00. Það verða bretti, hjálmar og kennarar á staðnum

Á Þróttaravellinum

verða Íslandsleikar Special Olympics kl. 10:00 - 13:00, göngubolti kl. 13:30 - 15:00 og stafganga kl. 14:30

Prófaðu skylmingar

milli kl. 10:00 - 15:00 undir stúkunni á Laugardalsvelli. Allur búnaður verður á staðnum og fagmenn sem leiðbeina

Í Laugardalslaug

verður í boði að prófa Aquazumba kl. 10:30 og 13:30 og strandblak milli kl. 11:00 - 15:00

Greinar

  • Flokkar:
  • Allir
  • Greinar
  • Uncategorized

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin víðsvegar um álfuna, vikuna 23. – 30. september nk. Markmið íþróttavikunnar er að kynna...

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á...

Sýnum karakter

Sýnum karakter er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé...

Paralympic dagurinn

fer fram laugardaginn 29. september í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þetta er fjórða árið í röð sem Paralympic-dagurinn er haldinn á Íslandi en...

Hjartadagshlaupið

fer fram laugardaginn 29. september en hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10. Ekkert þátttökugjald! Í boði verður að hlaupa 5 km og...

Göngum í skólann

Verkefninu Göngum í skólann var hleypt af stokkunum í tólfta sinn þann 5. september og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í...

Instagram @beactiveiceland #BEACTIVE