Um 500 viðburðir fóru fram í Íþróttaviku Evrópu um allt land

Íþróttavika Evrópu #beactive, fór fram dagana 23. til 30. september og var að þessu sinni sérstaklega hátíðleg. Um var að ræða 10 ára afmæli þessa verkefnis sem miðar að því að hvetja fólk á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og virkni í daglegu lífi.  

Ísland hefur tekið virkan þátt í Íþróttaviku Evrópu frá árinu 2015 og er verkefnið styrkt af Evrópusambandinu í gegnum framkvæmdastjórn þess (European Commission). Með hverju árinu hefur bæði viðburðum og þátttakendum fjölgað.

Í ár fóru fram um 
500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla heilsu og virkni landsmanna. 

ÍSÍ sækir um styrk og ber ábyrgð á að deila honum út til framkvæmdaaðila. Umsóknir um styrk voru 51 og voru umsækjendur Heilsueflandi sveitarfélög, framhaldsskólar og íþróttahéruð. Umsækjendur hafa svo virkjað íþróttafélög og heilsutengda starfsemi í bæjarfélaginu til að vera með tilboð í dagskrá vikunnar. Hámarksstyrkur fyrir sveitarfélög og íþróttahéruð var 500.000 krónur og fyrir framhaldsskóla 300.000 krónur. Með þessum stuðningi var unnt að tryggja öfluga og fjölbreytta dagskrá víða um land en í ár voru fleiri sem sóttu um styrk en árið á undan. Mikill metnaður var í dagskrá og má sjá flestar þeirra undir viðburðir á 
www.beactive.is 

Meðal áhugaverða viðburða má nefna virkniþing í samstarfi við Bjartan Lífstíl og Landssamband eldri borgara, þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þess að skapa aðgengilegar aðstæður fyrir öll, óháð aldri, færni eða bakgrunni, og umræður sköpuðust um það hvernig sveitarfélög, skólar og aðrir aðilar geta lagt sitt að mörkum til að auka daglega hreyfingu landsmanna. Á þessum vettvangi komu saman fulltrúar frá menntastofnunum, úr heilbrigðisgeiranum og íþróttahreyfingunni til að skiptast á hugmyndum og hvetja til samvinnu og nýsköpunar á sviði lýðheilsu. Íþróttafélög og aðrir sem koma að heilsueflingu eldra fólks kynntu sína starfsemi. Virkniþingin voru haldin í Garðabæ, Seltjarnarnesi, Selfossi, Rangárþingi og Múlaþingi. 
 

10 ára afmælishátíð í Elliðaárdal

Meðal stærri viðburða var afmælishátíð í Elliðaárdal í samstarfi við Reykjavíkurborg, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Allir með!, Landssamband eldri borgara og Bjartan lífsstíl. Þar komu fjölskyldur saman í fallegu veðri og tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá með leikjum, hreyfingu og tónlist. Í Nauthólsvíkinni var svo boðið uppá sjóbaðs-zumba sem heppnaðist stórvel og þá var einnig boðið upp á zumba í fleiri sundlaugum landsins. Afmælishátíðin, líkt og allir aðrir viðburðir laugardaginn 27. september, voru haldnir undir merkjum #BeActive Night sem stuðlar að hreyfingu utan hefðbundins skóla- og vinnudags. 

Undir Íþróttaviku Evrópu eru einnig Göngum í skólann, Ólympíuhlaup ÍSÍ og Syndum. Ólympíuhlaup ÍSÍ var sett í Víkurskóla í Vík í Mýrdal þann 2. september og Göngum í skólann var sett í Grunnskóla Vestmannaeyja föstudaginn 5. september. Alls tóku 63 skólar þátt í Göngum í Skólann og 49 skólar hafa klárað að hlaupa í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, en þess má geta að skólar hafa til áramóta til að framkvæma hlaupið. Þessi tvö verkefni leggja áherslu á daglega hreyfingu barna og ungmenna á grunnskólaaldri. 

Syndum hefst svo í nóvember og stendur yfir allan nóvembermánuð. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Nánari upplýsingar má finna á www.syndum.is
 

Það er ljóst að afmælisár Íþróttaviku Evrópu tókst einstaklega vel. Með samstilltu átaki sveitarfélaga, skóla, íþróttahreyfingarinnar og almennings hefur tekist að skapa hvetjandi umgjörð fyrir daglega hreyfingu og heilsueflingu sem nær til allra aldurshópa og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Samfélagsmiðlar ÍSÍ og Beactive Iceland voru mjög lifandi og skemmtilegir á meðan Íþróttavika Evrópu stóð yfir þar sem styrkþegar gátu merkt myndir og myndbrot með @beactiveiceland eða #beativeiceland og þá var hægt að deila skemmtilegu efni. 

Myndir frá vikunni má finna hér 

Takk fyrir að taka þátt - #beactive 


By Linda Laufdal December 2, 2025
Landsátakinu Syndum lauk 30. nóvember síðastliðinn en átakið hófst með setningu í Ásvallalaug mánudaginn 3. nóvember. Um er að ræða sameiginlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (ÍSS), sem vilja með þessu hvetja landsmenn til meiri hreyfingar í gegnum sundið
By Linda Laufdal November 27, 2025
Vetraríþróttavika Evrópu (European Week of Winter Sport – EWWS) fer fram dagana 1.–8. febrúar 2026. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – Fræðslu- og almenningsíþróttasvið (ÍSÍ), er stoltur samstarfsaðili þessa spennandi verkefnis.
By Linda Laufdal October 20, 2025
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi
By Linda Laufdal October 17, 2025
Af hverju að stoppa núna? Við viljum sjá hvernig þið hreyfið ykkur, hvort sem það er dans, göngutúr, fimleikar eða fótbolti.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
By Linda Laufdal October 17, 2025
ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt og óskar verðlaunaskólunum til hamingju með glæsilegan árangur. Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ og er styrkt að hluta frá Framvkæmdarstjórn Evrópusambandsins (European Commission) undir formerkjum Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal October 17, 2025
Viðburðurinn var vel sóttur og veðrið var frábært, þvert á spár veðurfræðinga. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti og minntu á mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið
By Linda Laufdal October 15, 2025
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
By Linda Laufdal September 17, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 16, 2025
Kraftur í KR - Bakgarðsganga, 24. september