64 skólar skráðir í Göngum í skólann

Þrír skólar voru dregnir út eftir að verkefninu lauk og hlaut hver þeirra 150.000 kr. gjafabréf frá Altis. skóalóð. Skólarnir sem voru dregnir út í ár eru Akurskóli, Flúðaskóli og Grunnskóli Grundarfjarðar. Gjafabréfið má nota til að kaupa íþróttabúnað fyrir íþróttakennslu eða til afnota á skólalóð.

Það er alltaf gaman að frá frásagnir frá skólum og gaman að segja frá því að í Grunnskóla Grundarfjarðar var haldin innanhúskeppni milli bekkja yfir tveggja vikna tímabil á meðan Göngum í skólann stóð yfir. Heildarþátttaka nemenda nam 86%. Mesta þátttakan var í 7. bekk sem náði 96%, en 10. bekkur fylgdi fast á hæla með 95% þátttöku. Það er ljóst að gjafabréfið mun nýtast vel fyrir nemendur og kennara í Grunnskóla Grundarfjarðar.

Í Akurskóla verður verðlaunaafhending vegna þátttöku í bæði Göngum í skólann og Ólympíuhlaupi ÍSÍ haldin mánudaginn 13. október, sem er skemmtileg viðurkenning á góðu starfi nemenda og starfsfólks. Flestir skólar taka einnig þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ en það er hægt að hlaupa fram að áramótum.

Flúðaskóli tók virkan þátt í Göngum í skólann með fjölbreyttri dagskrá sem innihélt meðal annars göngu- og útivist, sköpunarverkefni með krít og vatnslitum, fjallgöngu á Miðfell, fjöruferð og útihlaup í íþróttum.

Skólar í dreifbýli þar sem börn þurfa að notast við skólabíla hafa aðlagað verkefnið að sínum þörfum sem er virkilega jákvætt og skemmtilegt. Það þarf stundum að hugsa út fyrir boxið. Leik- og Grunnskólinn Hofgarði lokar skólalóðinni í september og allir nemendur mega koma með reiðhjólin með sér í skólann. Þar er tekinn smá tími af skólastarfi til að leyfa börnunum að hjóla í öruggu umhverfi.

Allir skólarnir sýndu mikinn metnað í þátttöku sinni og nýttu tækifærið til að hvetja nemendur til að ganga eða velja annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Með því var lögð áhersla á að gera daglega hreyfingu og útiveru að jákvæðum og sjálfsögðum hluta af skóladeginum. Margir skólar nýttu verkefnið jafnframt sem vettvang til að færa íþróttakennslu og aðra hreyfingu út í náttúruna, þar sem útivist og heilsuefling fara saman á skemmtilegan og skapandi hátt. Þátttaka grunnskóla víðsvegar um land sýnir mikilvægi verkefnisins og markar skref í átt að bættri lýðheilsu og varanlegum jákvæðum venjum í daglegu lífi barna og ungmenna.

ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt og óskar verðlaunaskólunum til hamingju með glæsilegan árangur.
Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ og er styrkt að hluta frá Framvkæmdarstjórn Evrópusambandsins (European Commission) undir formerkjum Íþróttaviku Evrópu.

By Linda Laufdal December 2, 2025
Landsátakinu Syndum lauk 30. nóvember síðastliðinn en átakið hófst með setningu í Ásvallalaug mánudaginn 3. nóvember. Um er að ræða sameiginlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (ÍSS), sem vilja með þessu hvetja landsmenn til meiri hreyfingar í gegnum sundið
By Linda Laufdal November 27, 2025
Vetraríþróttavika Evrópu (European Week of Winter Sport – EWWS) fer fram dagana 1.–8. febrúar 2026. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – Fræðslu- og almenningsíþróttasvið (ÍSÍ), er stoltur samstarfsaðili þessa spennandi verkefnis.
By Linda Laufdal October 20, 2025
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi
By Linda Laufdal October 17, 2025
Af hverju að stoppa núna? Við viljum sjá hvernig þið hreyfið ykkur, hvort sem það er dans, göngutúr, fimleikar eða fótbolti.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
By Linda Laufdal October 17, 2025
Viðburðurinn var vel sóttur og veðrið var frábært, þvert á spár veðurfræðinga. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti og minntu á mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið
By Linda Laufdal October 15, 2025
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
By Linda Laufdal September 17, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 16, 2025
Kraftur í KR - Bakgarðsganga, 24. september