Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024
Íþróttavika Evrópu heppnaðist afar vel í ár en nærri 15 milljónir manna tóku þátt í yfir 50.000 viðburðum um alla Evrópu. Í vikunni nutu þátttakendur að prófa margskonar íþróttir og hreyfingu og gleðin skein úr hverju andliti. Í tilefni þess var útbúið frábært myndband sem sýnir gleðina í þeim löndum sem tóku þátt. dagana 23. - 30. september sl.
Hér er linkur á myndand. Það má auðvitað deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og mundu að merkja #BeActive.

Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
 











