Íþróttavika Evrópu í Fjölbrautarskóla Suðurlands

Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautaskóla Suðurlands um Íþróttaviku Evrópu og viðri #BeActive

Íþróttavika FSu tókst með miklum ágætum.  Borðtennisborð sem keypt var af því tilefni hefur verið í stanslausri notkun síðan og hjálpar til við blöndun nemenda frá mismunandi bæjarfélögum. 

Mánudaginn 23. september var treyjudagur í skólanum.  Þáttaka var góð, bæði meðal nemenda og starfsfólks.

Þriðjudaginn 24. september komu blakmennirnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir í heimsókn til okkar í FSu.  Voru þeir með kynningu og spiltíma í blaki.  28 nemendur mættu og tóku þátt.

Miðvikudaginn 25. september var haldið borðtennismót í hádegisgatinu en hádegishléið er lengra á miðvikudögum og gefst þá nemendum tækifæri til að sinna félagslífi á meðan kennarar funda.  Þrjú borð voru fengin að láni frá borðtennisdeild UMF Selfoss auk þess sem nýtt borðtennisborð FSu var vígt.  24 nemendur tóku þátt í mótinu en vegna tímaleysis var ekki mögulegt að hafa fleiri keppendur.  Það er gaman að segja frá því að borðtennisborðið, sem staðsett er í miðrými skólans,  hefur vakið mikla lukku og er mikið notað, jafnvel sést til nemenda eftir að skóla er lokð í borðtennis. 

Í lok skóladags var svo boðið uppá kynningu og keppni í pílukasti.  Aðeins þrír mættu, einn nemandi og tveir starfsmenn.  Eflaust hafa margir verið búnir að fá nóg eftir langan skóladag og drifið sig beint heim.

Fimmtudaginn 26. september stóð íþróttaráð fyrir handboltaskotkeppni.  Handboltamark var borið yfir í miðrými skólans og mælitæki sem mælir hraða boltans staðsett fyrir aftan markið.  Sigurvegarinn skaut boltanum á 101km hraða.

Laugardaginn 28. september fóru 22 starfsmenn skólans í fjallgöngu.  Gengið var á Hátind í Grafningi.  Gangan vakti lukku og hefur verið ákveðið að hafa eina svona starfsmannafjallgöngu í hverjum mánuði.


By Linda Laufdal October 20, 2025
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi
By Linda Laufdal October 17, 2025
Af hverju að stoppa núna? Við viljum sjá hvernig þið hreyfið ykkur, hvort sem það er dans, göngutúr, fimleikar eða fótbolti.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
By Linda Laufdal October 17, 2025
ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt og óskar verðlaunaskólunum til hamingju með glæsilegan árangur. Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ og er styrkt að hluta frá Framvkæmdarstjórn Evrópusambandsins (European Commission) undir formerkjum Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal October 17, 2025
Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
By Linda Laufdal October 17, 2025
Viðburðurinn var vel sóttur og veðrið var frábært, þvert á spár veðurfræðinga. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti og minntu á mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið
By Linda Laufdal October 15, 2025
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
By Linda Laufdal September 17, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 16, 2025
Kraftur í KR - Bakgarðsganga, 24. september
By Linda Laufdal September 16, 2025
HHF - dagskrá 23. - 30. september