Íþróttavika Evrópu kláraðist formlega í gær


 Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA. Til þess að góður árangur náist í íþróttum þurfa margir þættir að spila saman en hollt mataræði, næg vatnsdrykkja og reglulegar máltíðir yfir daginn er jafn mikilvægt samspil og æfingarnar sjálfar og nægur svefn. Oft vefst þetta fyrir íþróttafólki og því fengum við Birnu Varðardóttur í lið með okkur sem hélt tvo fyrirlestra, annars vegar fyrir ungt íþróttafólk og hins vegar fyrir foreldra og fengum nokkur ráð sem hægt er að nýta. Birna hefur rannsakað næringarástand íþróttafólks og tengdar áskoranir í fjölda ára. Birna er í doktorsnámi og er einmitt að fara að verja verkefni sitt í næstu viku, hún er með Bsc í næringarfræði og MS í íþróttanæringarfræði og hreyfivísindum. Hún heldur úti Instagram síðunni "Sportbitarnir". 

Mætingin var framar vonum en við troðfylltum hátíðarsal Háskólans þegar rúmlega 200 ungmenni mættu til að hlusta og fræðast og síðan mættu um 130 foreldrar í kjölfarið. Greinilega þarft málefni að taka fyrir. 

Við hjá ÍBA þökkum öllum fyrir komuna á fyrirlesturinn, Birnu fyrir frábæra fræðslu, öllum aðildarfélögunum okkar fyrir að taka þátt í Íþróttavikunni með okkur og halda viðburði víða um bæinn og öllum þeim sem mættu og nýttu sér það að hreyfa sig með okkur. 

Hér má sjá fréttina

By Linda Laufdal October 20, 2025
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi
By Linda Laufdal October 17, 2025
Af hverju að stoppa núna? Við viljum sjá hvernig þið hreyfið ykkur, hvort sem það er dans, göngutúr, fimleikar eða fótbolti.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
By Linda Laufdal October 17, 2025
ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt og óskar verðlaunaskólunum til hamingju með glæsilegan árangur. Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ og er styrkt að hluta frá Framvkæmdarstjórn Evrópusambandsins (European Commission) undir formerkjum Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal October 17, 2025
Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
By Linda Laufdal October 17, 2025
Viðburðurinn var vel sóttur og veðrið var frábært, þvert á spár veðurfræðinga. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti og minntu á mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið
By Linda Laufdal October 15, 2025
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
By Linda Laufdal September 17, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 16, 2025
Kraftur í KR - Bakgarðsganga, 24. september
By Linda Laufdal September 16, 2025
HHF - dagskrá 23. - 30. september