Blog Layout

Sjóðbaðs-Zumba partý í Nauthólsvík - 23. sept. kl. 13:00

Í tilefni Íþróttaviku Evrópu höldum við í annað sinn
SJÓBAÐS-ZUMBA PARTÝ á Ylströndinni í Nauthólsvík laugardaginn 23.september klukkan 13:00.

Íþróttavika Evrópu er haldin árlega dagana 23.-30. september og er ætluð öllum, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.
ÍSÍ vill fá sem flesta í lið með sér við að hvetja landsmenn til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu 
#beactive og því ætlum við hjá Glaðari þú - sjóbaðseikjanámskeið og Dans og Jóga að sameinast og halda eitt gott SJÓBAÐS-ZUMBA partý á fyrsta degi íþróttaviku.

Allir áhugasamir eru velkomnir að koma og prufa sjóbað og dansa með okkur zumba. Við bjóðum upp á íslenskt blíðu-veður og mælum með að koma með sundföt, vaðskó eða ullarsokka og gamla strigaskó ef þú ætlar að skreppa með okkur í sjóinn. Góð leiðsögn frá Glaðari þú teyminu verður í boði.

Jói & Thea og þeirra fólk hjá Dans og jóga mun svo hita okkur upp eftir sjóbaðið með hressandi Zumba sporum sem allir geta gert.
Ekki missa af þessari gleði.


Facebook viðburður


By Linda Laufdal 08 Apr, 2024
Markmiðið með Hjólað í vinnuna er m.a. að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum kosti og hvetja til meiri hreyfingar. Allur virkur ferðamáti telur með í Hjólað í vinnuna.
By Linda Laufdal 05 Oct, 2023
Vikuna 23. – 30. september hefur mikið verið um að vera á öllu landinu, í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Heilsueflandi sveitarfélög, íþrótttahéruð, íþróttafélög, fyrirtæki í heilsueflingu og framhaldsskólar hafa útbúið metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi. Vikan í höfuðborginni byrjaði með sjóbaðs-zumba gleðisprengju í Nauthólsvík, laugardaginn 23. september, sem tókst með eindæmum vel.
By Linda Laufdal 27 Sep, 2023
UDN með stuðningi Dalabyggðar og Reykhólahrepps verður með nokkra dagskrá og hvetur alla íbúa sveitarfélaganna að taka þátt og fylgjast með dagskránni þar sem eitthvað gæti bæst við eða breyst. Fyrirlestrar, hreyfing og samvera.
By Linda Laufdal 27 Sep, 2023
Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir um allt land „Við opnuðum íþróttavikuna með geggjuðu sjóbaðs-zúmbapartíi niðri í Nauthólsvík þegar það fóru líklega 50-60 manns í sjóinn og komu svo upp á ströndina og dönsuðu zúmba,“
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Skautahlaup hefur verið endurvakið hér á landi eftir 43 ára pásu. Íþróttin er þekkt á heimsvísu og er vel fylgst með fremstu keppendum í heimi á Vetrarólympíuleikum.
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Sýnum karakter ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík 28. september frá kl. 15:30-18:30. Beactive Iceland hvetur alla áhugasama um að skrá sig. Skráningarlinkur inni í auglýsingu.
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Hér má sjá dagskrá Íþróttaviku Evrópu 2023 í Grindavík
By Linda Laufdal 25 Sep, 2023
Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá opnar æfingar og hægt að fá lánaðan búnað 29. sept 16:00-21:00 í tilefni Íþróttaviku Evrópu.
By Linda Laufdal 25 Sep, 2023
Gleður okkur hjá heilsueflandi samfélagi að halda fyrstu heilsudagana hér í Vík dagana 23. september til 30. september í samstarfi við BeActive Iceland og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ Vonandi sjáum við sem flesta taka þátt
By Linda Laufdal 22 Sep, 2023
Hér má sjá dagsrká sundlauga og baðstaða í Reykjavík í tilefni Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: