Sjóðbaðs-Zumba partý í Nauthólsvík - 23. sept. kl. 13:00

Í tilefni Íþróttaviku Evrópu höldum við í annað sinn
SJÓBAÐS-ZUMBA PARTÝ á Ylströndinni í Nauthólsvík laugardaginn 23.september klukkan 13:00.
Íþróttavika Evrópu er haldin árlega dagana 23.-30. september og er ætluð öllum, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.
ÍSÍ vill fá sem flesta í lið með sér við að hvetja landsmenn til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #beactive og því ætlum við hjá Glaðari þú - sjóbaðseikjanámskeið og Dans og Jóga að sameinast og halda eitt gott SJÓBAÐS-ZUMBA partý á fyrsta degi íþróttaviku.
Allir áhugasamir eru velkomnir að koma og prufa sjóbað og dansa með okkur zumba. Við bjóðum upp á íslenskt blíðu-veður og mælum með að koma með sundföt, vaðskó eða ullarsokka og gamla strigaskó ef þú ætlar að skreppa með okkur í sjóinn. Góð leiðsögn frá Glaðari þú teyminu verður í boði.
Jói & Thea og þeirra fólk hjá Dans og jóga mun svo hita okkur upp eftir sjóbaðið með hressandi Zumba sporum sem allir geta gert.
Ekki missa af þessari gleði.