
HJÓLUM Í SKÓLANN
Hjólum í skólann er hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur og starfsfólk framhaldsskólanna til þess að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla.
Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta, hjólabretti eða annað. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Upplýsingar um verkefnið og ýmsan fróðleik má finna hér á heimasíðu verkefnisins

Íþróttavika Evrópu, European Week of Sport, #BeActive fagnar 10 ára afmæli í ár. Átakið hefur hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og lifa heilbrigðari lífsstíl.
Íþróttavikan, sem haldin er í september ár hvert, var sett á laggirnar árið 2015 af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir slagorðinu #BeActic