
Lífshlaupið 2020
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa og á síðasta ári voru tæplega 17 þúsund virkir þátttakendur í um 500 vinnustöðum og skólum.
Vinnustaðakeppnin stendur yfir frá 5. – 25. febrúar en grunnskóla- og framhaldsskólakeppniarnar standa yfir frá 5. – 18. febrúar.
Skráning hefst þann 22. janúar og geta einstaklingar að sjálfsögðu notast við sín notendanöfn áfram þegar ný keppni hefst
Allar frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Lífshlaupsins eða Facebooksíðu Lífshlaupsins. Þar að auki má senda fyrirspurnir á lifshlaupid@isi.is
Verkefnið miðar að því að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er.
Sjá nánar á www.lifshlaupid.is
Hér má sjá úrslit 2019