Íþróttfélagið Gerpla - Fimleikahópur f. fullorðna, 28. sept. kl. 18:00 og 1. okt. kl. 09:00

Þessi hópur er fimleikahópur fyrir fullorðna. Hópurinn gerir fimleikamiðaðar styrktaræfingar í bland við grunnæfingar í fimleikum. Ekki er krafa að vera með neinn bakgrunn í fimleikum, hér eru allir velkomnir.
Æfingar eru á miðvikudag 28.sept í Versölum 2, klukkan 18-19:30. Hin æfingin er á laugardaginn í Funahvarfi 3, klukkan 9-10:30
*Eftir prufuvikuna, mánudaginn 3.okt verður kynningarfundur klukkan 19:30 á efri hæð í Versölum, þar sem verkefni haustsins verða kynnt