Opnar æfingar hjá taekwondodeild KR, 26. september frá kl. 16:00

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu og kynningarátaki ÍSÍ #beactive býður taekwondodeild KR í samstarfi við ÍSÍ upp á fríar æfingar til kynningar á íþróttinni og starfinu í félaginu.
Taekwondo er íþrótt sem auðvelt er að byrja að stunda á hvaða aldri sem er og getur einnig hentað þeim sem finna sig ekki í hópíþróttum.
Dagskrá:
kl. 16.00-17.00 7-9 ára
kl. 16.00-18.00 10-12 ára
kl. 20.00-21.15 unglingar og fullorðnir
Gott að vera í þægilegum klæðnað