BEACTIVE
VIÐBURÐIR

Vikuna 23. – 30. september hefur mikið verið um að vera á öllu landinu, í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Heilsueflandi sveitarfélög, íþrótttahéruð, íþróttafélög, fyrirtæki í heilsueflingu og framhaldsskólar hafa útbúið metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi.
Vikan í höfuðborginni byrjaði með sjóbaðs-zumba gleðisprengju í Nauthólsvík, laugardaginn 23. september, sem tókst með eindæmum vel.
ÍÞRÓTTAVIKA EVRÓPU 23. – 30. SEPTEMBER
Hér má sjá yfirlit yfir alla viðburði sem eru í boði á íþróttaviku evrópu

Kraftlyftingar er íþrótt sem hentar öllum, óháð kyni og aldri. Líkamlegur ávinningur af styrktaræfingum er gríðarlegur – hvort sem iðkendur stefna á að taka þátt í keppni eður ei. Íþróttin hentar mjög vel fyrir hreyfihamlaða og hætta á meiðslum og slysum er lítil. (Tekið af vef Kraftlyftingasambands Íslands).
Lára Bogey verður í líkamsræktarsal Óla Pá og mun fræða og leiðbeina um kraftlyftingar