ÍÞRÓTTAVIKA EVRÓpu er 10 ára
Í tilefni þess er þér boðið að taka þátt í afmælishátíð
í Elliðaárstöð, Elliðaárdal laugardaginn 27. september. 
Öllum gestum er boðið að taka þátt í 2km fjölskylduhlaupi/göngu sem hefst kl. 11.00 Upphitun hefst kl. 10:45. Hlaupið/gengið er á malbiki og er aðgengilegt fyrir ALLA. 
Allir fara á sínum hraða og forsendum, engin tímataka. Þeir sem eru extra duglegir geta farið tvo hringi, en þeir sem treysta sér ekki alveg 2km geta farið styttra. 
Léttar hreyfiáskoranir verða í braut og þeir sem treysta sér geta tekið þátt. 
Þátttaka í viðburði er öllum að kostnaðarlausu. 
Viðburðurinn er styrktur af European Commission 
Varðandi nánari upplýsingar má senda póst á 
beactive@isi.is

VIÐBURÐIR BEACTIVE

Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
 









