Hreyfing eflir heilabúið

Hreyfing eflir heilabúið

Við hjólreiðar eflast ekki aðeins vöðvar líkamans heldur heilasellurnar einnig. Blóðfæðið eykst sem skilar auknu súrefni og næringarefnum bæði til vöðva og heilafrumna og sem aftur eykur starfsemi þeirra. Einnig verður taukakerfið virkara sem ýtir undir framleiðslu próteina sem auka framleiðslu nýrra heilafrumna. Fyrir vikið getur framleiðsla nýrra heilafrumna tvö- eða þrefaldast samkvæmt hinum kanadíska Brian Christie, PhD, prófessor í taugavísindum.

Bættu heilabúið

Með aldrinum minnkar heilinn og dregur úr starfseminni, því er enn mikilvægara að efla og viðhalda þessu mikilvæga líffæri og það er ekki of seint að byrja. Í tilraun þar sem sjálfboðaliðar á aldrinum 60 - 79 ára fóru að stunda hreyfingu kom í ljós að eftir aðeins þrjá mánuði hafði heilinn stækkað til samræmis við þá sem voru þremur árum yngri í samanburðarhóp sem hélt áfram sínu kyrrsetulíferni samkvæmt Arthur Kramer, PhD, prófessor í taugavísindum við University of Illinois.
Fullorðnir sem stunda hreyfinu hafa betra minni, geta betur einbeitt sér, hugarflæðið eykst og þeir eiga auðveldara með að leysa úr verkefnum en þeir sem stunda kyrrsetulíferni. En niðurstöðurnar sýndu líka að það hjálpar ekkert að ofgera sér í hreyfingunni.

Ekkert þunglyndi

Hreyfing virkar jafn vel og sálfræðimeðferð og þunglyndislyf við meðhöndlun á geðlægð, og jafnvel betur segir James Blumenthal, PhD, (professor of behavioral medicine in the department of psychiatry and behavioral sciences at Duke University in Durham, North Carolina).
Þegar farið var yfir rannsóknir síðustu 26 ára var niðurstaðan sú að hreyfing í aðeins 20 – 30 mínútur daglega hefði þau áhrif til langtíma að geta komið í veg fyrir þunglyndi.
En hjólreiðar eru ekki skyndilausn, til að ná fram fullum heilsuávinning hjólreiða þarf að stunda þær reglulega.
Greinin er tekin af heimasíðunni www.hjolreidar.is

Sjá nánar í grein bicycling.com:
http://www.bicycling.com/training-nutrition/training-fitness/your-brain-bicycling


 

By Linda Laufdal October 20, 2025
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi
By Linda Laufdal October 17, 2025
Af hverju að stoppa núna? Við viljum sjá hvernig þið hreyfið ykkur, hvort sem það er dans, göngutúr, fimleikar eða fótbolti.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
By Linda Laufdal October 17, 2025
ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt og óskar verðlaunaskólunum til hamingju með glæsilegan árangur. Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ og er styrkt að hluta frá Framvkæmdarstjórn Evrópusambandsins (European Commission) undir formerkjum Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal October 17, 2025
Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
By Linda Laufdal October 17, 2025
Viðburðurinn var vel sóttur og veðrið var frábært, þvert á spár veðurfræðinga. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti og minntu á mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið
By Linda Laufdal October 15, 2025
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
By Linda Laufdal September 17, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 16, 2025
Kraftur í KR - Bakgarðsganga, 24. september
By Linda Laufdal September 16, 2025
HHF - dagskrá 23. - 30. september