Heimsþing TAFISA í Slóveníu

27. Heimsþing TAFISA fór fram í Portoroz í Slóveníu dagana 7. – 12. júní sl. Í tengslum við þingið var einnig haldin ráðstefna ásamt 30 ára afmælishátíð samtakanna. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stjórnarmaður ÍSÍ og Linda Laufdal verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.

Þema fyrri þingdagsins var „Íþróttir fyrir alla í breytilegum heimi” (Sport for all in a changing world). Síðari þingdaginn tóku þingfulltrúar og gestir þátt í málstofu þar sem þrír fyrirlesarar settu fram fullyrðingar og þinggestir völdu að vera með eða á móti.

Á þinginu var Wolfgang Baumann kosinn í embætti forseta TAFISA en hann tekur við af Ju-Ho Chang sem gerður var að heiðursforseta samtakanna. Á þessu þingi var meðal annars ákveðið að:

  • jafna skyldi kynjahlutfall í stjórn TAFISA
  • næsta heimsþing TAFISA yrði haldið í Dusseldorf 2023
  • aflýsa næstu heimsleikum TAFISA sem áttu að vera í Rússlandi 2024 í ljósi aðstæðna.

Að kvöldi síðari þingdagsins var svo haldið upp á 30 ára afmæli TAFISA með táknrænum hætti.

Laugardaginn 11. júní gafst þingfulltrúum og gestum færi á að byrja daginn í fallega smábænum Piran þar sem Erasmus+ verkefnið SPACHE (Sport and Physical Activity in Cultural Heritage Environment) kynnti gamla hefðbundna íþróttaleiki sem er uppspretta menningararfs á götum Píran. Einnig voru kynntar til leiks nýrri íþróttir, svo sem frisbígolf, Tuchball, Air Badminton, ofl. 

Hér má lesa meira um 27. Heimsþing TAFISA


By Linda Laufdal September 16, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 15, 2025
Höfn í Hornafirði - dagsrkrá 23. - 30. september
By Kristín Birna Ólafsdóttir September 15, 2025
Virkniþing - aukin virkni og bætt heilsa, 19. september
By Linda Laufdal September 15, 2025
Samlot í Briðholtslaug, 24. september kl. 20:00
By Kristín Birna Ólafsdóttir September 14, 2025
BollyZ-Zumba sundlaugapartý í Dalslaug, 23. september kl. 17:00
By Linda Laufdal September 13, 2025
BollyZ-Zumba sundlaugapartý í Árbæjarlaug, 25. september
By Linda Laufdal September 13, 2025
BollyZ-Zumba sundlaugapartý í Grafarvogslaug, 25. september
By Linda Laufdal September 10, 2025
Dagskrá Íþróttaviku Evrópu á Skagaströnd
By Linda Laufdal September 10, 2025
Götuganga á Akureyri, 21. september kl. 13:00
By Linda Laufdal September 10, 2025
Heilsuvika HRunamannahrepps 1. - 7. september