Blog Layout

Undirbúningsfundur fyrir Íþróttaviku Evrópu 2022

Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs og Linda Laufdal verkefnastjóri sóttu undirbúningsfund fyrir Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022, í Lille í Frakklandi 15. júní sl.

Markmið fundarinns var að samstilla framkvæmdaraðila Íþróttaviku Evrópu, #BeActive, sem fram fer 23. - 30. september 2022 í flestum löndum Evrópu. Eftir tveggja ára fundarhlé sökum heimsfaraldur var afar gagnlegt fyrir hópinn að koma saman aftur og bera saman bækur sínar, skiptast á góðum hugmyndum og fá innsýn í áherslur ársins og markaðsefni.

Í ár verður Íþróttaviku Evrópu ýtt úr vör í Prag í Tékklandi þann 23. september næstkomandi og kynnti Ólympíunefnd Tékklands bæði sig og dagskrá opnunarhátíðarinnar. Góður tími gafst í vinnuhópum að ræða alls kyns góðar hugmyndir við framkvæmd Íþróttavikunnar og fleiri málefni. Aðilar frá fyrirtækinu BCW kynntu áherslur Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022. Þau fóru yfir hlutverk sín og verkefni og kynntu áherslur þeirra í markaðsmálum. Fengu gestir sýnishorn af þeim áherslum sem verða í ár og efninu sem skipuleggjendur fá í hendurnar til að vinna með. Að dagskrá lokinni bauð Ólympíunefnd Frakklands í skoðunarferð um Pierre Mauroy Stadium. Gaman er að geta þess að hjá Ólympíunefnd Frakklands starfar Íslendingurinn Emil Karlsson og var skemmtilegt fyrir starfsmenn ÍSÍ að kynnast honum og heyra um hans störf í Frakklandi. Starfsmenn ÍSÍ komu heim úr þessari ferð með fullt af hugmyndum í farteskinu og tilhlökkun til að hefja undirbúning fyrir Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022.

Á meðfylgjandi mynd eru starfsmenn ÍSÍ með Emil Karlssyni, starfsmanni Ólympíunefndar Frakklands.


By Linda Laufdal 08 Apr, 2024
Markmiðið með Hjólað í vinnuna er m.a. að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum kosti og hvetja til meiri hreyfingar. Allur virkur ferðamáti telur með í Hjólað í vinnuna.
By Linda Laufdal 05 Oct, 2023
Vikuna 23. – 30. september hefur mikið verið um að vera á öllu landinu, í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Heilsueflandi sveitarfélög, íþrótttahéruð, íþróttafélög, fyrirtæki í heilsueflingu og framhaldsskólar hafa útbúið metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi. Vikan í höfuðborginni byrjaði með sjóbaðs-zumba gleðisprengju í Nauthólsvík, laugardaginn 23. september, sem tókst með eindæmum vel.
By Linda Laufdal 27 Sep, 2023
UDN með stuðningi Dalabyggðar og Reykhólahrepps verður með nokkra dagskrá og hvetur alla íbúa sveitarfélaganna að taka þátt og fylgjast með dagskránni þar sem eitthvað gæti bæst við eða breyst. Fyrirlestrar, hreyfing og samvera.
By Linda Laufdal 27 Sep, 2023
Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir um allt land „Við opnuðum íþróttavikuna með geggjuðu sjóbaðs-zúmbapartíi niðri í Nauthólsvík þegar það fóru líklega 50-60 manns í sjóinn og komu svo upp á ströndina og dönsuðu zúmba,“
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Skautahlaup hefur verið endurvakið hér á landi eftir 43 ára pásu. Íþróttin er þekkt á heimsvísu og er vel fylgst með fremstu keppendum í heimi á Vetrarólympíuleikum.
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Sýnum karakter ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík 28. september frá kl. 15:30-18:30. Beactive Iceland hvetur alla áhugasama um að skrá sig. Skráningarlinkur inni í auglýsingu.
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Hér má sjá dagskrá Íþróttaviku Evrópu 2023 í Grindavík
By Linda Laufdal 25 Sep, 2023
Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá opnar æfingar og hægt að fá lánaðan búnað 29. sept 16:00-21:00 í tilefni Íþróttaviku Evrópu.
By Linda Laufdal 25 Sep, 2023
Gleður okkur hjá heilsueflandi samfélagi að halda fyrstu heilsudagana hér í Vík dagana 23. september til 30. september í samstarfi við BeActive Iceland og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ Vonandi sjáum við sem flesta taka þátt
By Linda Laufdal 22 Sep, 2023
Í tilefni Íþróttaviku Evrópu SJÓBAÐS-ZUMBA PARTÝ á Ylströndinni í Nauthólsvík laugardaginn 23.september klukkan 13:00. Ekki missa af þessari snilld!
More Posts
Share by: