Undirbúningsfundur fyrir Íþróttaviku Evrópu 2022

Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs og Linda Laufdal verkefnastjóri sóttu undirbúningsfund fyrir Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022, í Lille í Frakklandi 15. júní sl.

Markmið fundarinns var að samstilla framkvæmdaraðila Íþróttaviku Evrópu, #BeActive, sem fram fer 23. - 30. september 2022 í flestum löndum Evrópu. Eftir tveggja ára fundarhlé sökum heimsfaraldur var afar gagnlegt fyrir hópinn að koma saman aftur og bera saman bækur sínar, skiptast á góðum hugmyndum og fá innsýn í áherslur ársins og markaðsefni.

Í ár verður Íþróttaviku Evrópu ýtt úr vör í Prag í Tékklandi þann 23. september næstkomandi og kynnti Ólympíunefnd Tékklands bæði sig og dagskrá opnunarhátíðarinnar. Góður tími gafst í vinnuhópum að ræða alls kyns góðar hugmyndir við framkvæmd Íþróttavikunnar og fleiri málefni. Aðilar frá fyrirtækinu BCW kynntu áherslur Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022. Þau fóru yfir hlutverk sín og verkefni og kynntu áherslur þeirra í markaðsmálum. Fengu gestir sýnishorn af þeim áherslum sem verða í ár og efninu sem skipuleggjendur fá í hendurnar til að vinna með. Að dagskrá lokinni bauð Ólympíunefnd Frakklands í skoðunarferð um Pierre Mauroy Stadium. Gaman er að geta þess að hjá Ólympíunefnd Frakklands starfar Íslendingurinn Emil Karlsson og var skemmtilegt fyrir starfsmenn ÍSÍ að kynnast honum og heyra um hans störf í Frakklandi. Starfsmenn ÍSÍ komu heim úr þessari ferð með fullt af hugmyndum í farteskinu og tilhlökkun til að hefja undirbúning fyrir Íþróttaviku Evrópu, #BeActive 2022.

Á meðfylgjandi mynd eru starfsmenn ÍSÍ með Emil Karlssyni, starfsmanni Ólympíunefndar Frakklands.


By Linda Laufdal October 20, 2025
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi
By Linda Laufdal October 17, 2025
Af hverju að stoppa núna? Við viljum sjá hvernig þið hreyfið ykkur, hvort sem það er dans, göngutúr, fimleikar eða fótbolti.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
By Linda Laufdal October 17, 2025
ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt og óskar verðlaunaskólunum til hamingju með glæsilegan árangur. Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ og er styrkt að hluta frá Framvkæmdarstjórn Evrópusambandsins (European Commission) undir formerkjum Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal October 17, 2025
Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
By Linda Laufdal October 17, 2025
Viðburðurinn var vel sóttur og veðrið var frábært, þvert á spár veðurfræðinga. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti og minntu á mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið
By Linda Laufdal October 15, 2025
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
By Linda Laufdal September 17, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 16, 2025
Kraftur í KR - Bakgarðsganga, 24. september
By Linda Laufdal September 16, 2025
HHF - dagskrá 23. - 30. september