Blog Layout

Hreyfing með góðum hópi er ómetanleg
Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir um allt land
 
„Við opnuðum íþróttavikuna með geggjuðu sjóbaðs-zúmbapartíi niðri í Nauthólsvík þegar það fóru líklega 50-60 manns í sjóinn og komu svo upp á ströndina og dönsuðu zúmba,“ segir Linda Laufdal, sérfræðingur á fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ, en Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stendur fyrir íþróttavikunni hérlendis með styrk frá Erasmusstyrkjakerfi Evrópusambandsins. „Það eru bara jötnar sem fara í sjóbað og koma svo beint að dansa zúmba og það var svo mikið stuð að beðið var um fleiri lög þegar tíminn var búinn,“ segir Linda.
Sveitarfélögin eru með „Það er mjög metnaðarfull dagskrá hjá sveitarfélögunum í ár fyrir íþróttavikuna, en við höfum farið þá leið að deila fjármagninu beint til sveitarfélaganna sem sjá síðan um að skipuleggja viðburði hjá sér og hægt er að skoða alla dagskrána á vefsíðunni beactive.is. Það eru einhverjir einyrkjar sem eru með viðburði, en meirihlutinn er í gegnum sveitarfélögin og það eru sautján sveitarfélög sem taka þátt í dagskránni núna í ár,“ segir Linda og bætir við að þau séu með hugmyndabanka ef sveitarfélögin vilji nýta sér það, annars sé útfærslan á viðburðum alveg á þeirra vegum. Framhaldsskólar hafa einnig tekið þessu verkefni vel og margir skólar með mjög metnaðarfulla dagskrá þessa viku.
Íþróttir fyrir alla Markmiðið með íþróttaviku Evrópu er að sporna gegn hreyfingarleysi Evrópubúa og kynna íþróttir og almenna hreyfingu og Linda segir að íþróttafélög um landið séu með kynningar á sínu starfi og opnar æfingar sem hægt er að prófa. „Það er lögð mikil áhersla á almenna hreyfingu borgaranna og að allir geti fundið sér eitthvað við hæfi, hvort heldur sem er börn eða fullorðnir, og reynt er að höfða til allra hópa samfélagsins. Inngilding er stór þáttur af íþróttavikunni sem þýðir að hugmyndin er að allir geti fundið sér stað innan íþróttahreyfingarinnar.“ Í gær var haustmót ÍSS haldið í Egilshöll og í vikunni verða alls kyns viðburðir, eins og göngur, opnir íþróttatímar fyrir 60 ára og eldri, sund og kynningarfundir. Í heilsubænum Hafnarfirði verður hamingjuganga í kvöld, vatnadjamm verður í Sundhöll Reykjavíkur á morgun og margt, margt fleira. „Það er hugmyndin á bak við íþróttavikuna að það sé eitthvað í boði fyrir alla,“ segir Linda og bendir á Héraðssamband Vestfirðinga og Ísafjarðarbæ, sem bjó til dagskrá um alla viðburðina á íslensku, pólsku og ensku. „Það er ótrúlega vel gert og frábært þegar fólk leggur sig fram um að koma skilaboðunum til allra,“ segir hún.
„Það er svo margt gott sem gerist þegar við hreyfum okkur og það hefur góð áhrif á andlega heilsu. Félagslegi þátturinn leikur líka stórt hlutverk og hreyfing með góðum hópi er ómetanleg og mikilvægast að hún sé skemmtileg.“


Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 25. september 2023 (baksíða)

New Paragraph

By Linda Laufdal 08 Apr, 2024
Markmiðið með Hjólað í vinnuna er m.a. að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum kosti og hvetja til meiri hreyfingar. Allur virkur ferðamáti telur með í Hjólað í vinnuna.
By Linda Laufdal 05 Oct, 2023
Vikuna 23. – 30. september hefur mikið verið um að vera á öllu landinu, í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Heilsueflandi sveitarfélög, íþrótttahéruð, íþróttafélög, fyrirtæki í heilsueflingu og framhaldsskólar hafa útbúið metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi. Vikan í höfuðborginni byrjaði með sjóbaðs-zumba gleðisprengju í Nauthólsvík, laugardaginn 23. september, sem tókst með eindæmum vel.
By Linda Laufdal 27 Sep, 2023
UDN með stuðningi Dalabyggðar og Reykhólahrepps verður með nokkra dagskrá og hvetur alla íbúa sveitarfélaganna að taka þátt og fylgjast með dagskránni þar sem eitthvað gæti bæst við eða breyst. Fyrirlestrar, hreyfing og samvera.
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Skautahlaup hefur verið endurvakið hér á landi eftir 43 ára pásu. Íþróttin er þekkt á heimsvísu og er vel fylgst með fremstu keppendum í heimi á Vetrarólympíuleikum.
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Sýnum karakter ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík 28. september frá kl. 15:30-18:30. Beactive Iceland hvetur alla áhugasama um að skrá sig. Skráningarlinkur inni í auglýsingu.
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Hér má sjá dagskrá Íþróttaviku Evrópu 2023 í Grindavík
By Linda Laufdal 25 Sep, 2023
Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá opnar æfingar og hægt að fá lánaðan búnað 29. sept 16:00-21:00 í tilefni Íþróttaviku Evrópu.
By Linda Laufdal 25 Sep, 2023
Gleður okkur hjá heilsueflandi samfélagi að halda fyrstu heilsudagana hér í Vík dagana 23. september til 30. september í samstarfi við BeActive Iceland og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ Vonandi sjáum við sem flesta taka þátt
By Linda Laufdal 22 Sep, 2023
Í tilefni Íþróttaviku Evrópu SJÓBAÐS-ZUMBA PARTÝ á Ylströndinni í Nauthólsvík laugardaginn 23.september klukkan 13:00. Ekki missa af þessari snilld!
By Linda Laufdal 22 Sep, 2023
Hér má sjá dagsrká sundlauga og baðstaða í Reykjavík í tilefni Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: