Blog Layout

Skautahlaup hefur verið endurvakið hér á landi eftir 43 ára pásu. Íþróttin er þekkt á heimsvísu og er vel fylgst með fremstu keppendum í heimi á Vetrarólympíuleikum.


Í dag var keppt í greininni á skautasvellinu í Egilshöll þar sem allir gátu fengið að njóta sín. Fyrst var keppt í íþróttinni hér á landi árið 1909, en á árum áður var Tjörnin rutt til að hægt væri að keppa í skautahlaup. Það skyldi þó aldrei enda þannig að Ísland taki Ólympíugull í skautahlaupi einn daginn?

Íþróttadeild RÚV ræddi við fulltrúa Skautasambandsins og keppenda um þessa „nýju-gömlu“ íþrótt.Fyrir hraða- og spennufíkla

Keppt hefur verið í listskautum og íshokkí hér á landi um árabil. Nú er kominn kraftur í skautahlaupið en iðkendur hafa æft á Akureyri síðasta árið.

„Við erum að kynna þessa nýju íþróttagrein, sem er nýgömul á Íslandi. Hún var iðkuð til ársins 1980 á Akureyri og heitir skauthlaup. „Hún er kölluð skautat á góðri íslensku,“ sagði Þóra Gunnarsdóttir frá Skautasambandi Íslands.

Er þetta erfið íþrótt?

„Já, ég myndi segja það.“ Hún gengur út á hraða og hver er fyrstur í mark. Hún er þar af leiðandi fyrir hraða- og spennufíkla, og einnig þá sem hafa gaman af því að skauta og eru ekkert að gera neitt annað. Hvorki að kasta undan sér pökki eða fara í einhverjar krúsídúllur á ísnum. En þetta er mikil áreynsla á læri og hentar vel fyrir þá íþróttamenn sem eru til dæmis á gönguskíðum, línuskautum eða hjólreiðum.“

Síðasta skautahlaup fór fram á Akureyri árið 1980. Þá var einungis hægt að stunda íþróttina á 400 metra langri braut. En síðan þá hefur keppnisfyrirkomulag breyst þar sem hægt er að keppa á styttri brautum. Auk þess hefur glæsileg skautaðstaða risið í Laugardalnum, Grafarvogi og á Akureyri.

Áhugasamir geta skráð sig á póstlista á síðunni www.iceskate.is.

„Þú þarft að kunna á skauta ef þú vilt geta eitthvað í þessu. En þetta er sport sem ég held að allir ættu að geta leikið sér í.“

Sport sem allir ættu að geta leikið sér í

Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á mbl.is, var einn af keppendum dagsins. Þar mættust reyndir og óreyndir skautarar. „Mér leið allt í lagi. Ég hefði viljað lúkka aðeins betur, en mér leið bara vel. Það er alltaf gaman á skautum. Þú þarft að kunna á skauta ef þú vilt geta eitthvað í þessu. En þetta er sport sem ég held að allir ættu að geta leikið sér í.“

En sér Bjarni fyrir sér vaxtarmöguleika fyrir íþróttina hér á landi?

„Já, klárlega. Ég held það. Ég vil ekki draga fólk niður, eða draga úr einhverjum íþróttum, en kannski ef við horfum á íþróttir sem fara fram á ís. Þá eins og íshokkí og listdans. Það krefst mikilla æfinga. Þetta er fyrir alla, allavega til að byrja að æfa. Það er breiðari hópur sem getur stundað þessa íþrótt og náð langt í henni,“ sagði Bjarni.


Þessi grein er tekin af ruv.is fréttina má sjá
hér



The body content of your post goes here. To edit this text, click on it and delete this default text and start typing your own or paste your own from a different source.

By Linda Laufdal 08 Apr, 2024
Markmiðið með Hjólað í vinnuna er m.a. að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum kosti og hvetja til meiri hreyfingar. Allur virkur ferðamáti telur með í Hjólað í vinnuna.
By Linda Laufdal 05 Oct, 2023
Vikuna 23. – 30. september hefur mikið verið um að vera á öllu landinu, í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Heilsueflandi sveitarfélög, íþrótttahéruð, íþróttafélög, fyrirtæki í heilsueflingu og framhaldsskólar hafa útbúið metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi. Vikan í höfuðborginni byrjaði með sjóbaðs-zumba gleðisprengju í Nauthólsvík, laugardaginn 23. september, sem tókst með eindæmum vel.
By Linda Laufdal 27 Sep, 2023
UDN með stuðningi Dalabyggðar og Reykhólahrepps verður með nokkra dagskrá og hvetur alla íbúa sveitarfélaganna að taka þátt og fylgjast með dagskránni þar sem eitthvað gæti bæst við eða breyst. Fyrirlestrar, hreyfing og samvera.
By Linda Laufdal 27 Sep, 2023
Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir um allt land „Við opnuðum íþróttavikuna með geggjuðu sjóbaðs-zúmbapartíi niðri í Nauthólsvík þegar það fóru líklega 50-60 manns í sjóinn og komu svo upp á ströndina og dönsuðu zúmba,“
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Sýnum karakter ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík 28. september frá kl. 15:30-18:30. Beactive Iceland hvetur alla áhugasama um að skrá sig. Skráningarlinkur inni í auglýsingu.
By Linda Laufdal 26 Sep, 2023
Hér má sjá dagskrá Íþróttaviku Evrópu 2023 í Grindavík
By Linda Laufdal 25 Sep, 2023
Brettafélag Hafnarfjarðar býður uppá opnar æfingar og hægt að fá lánaðan búnað 29. sept 16:00-21:00 í tilefni Íþróttaviku Evrópu.
By Linda Laufdal 25 Sep, 2023
Gleður okkur hjá heilsueflandi samfélagi að halda fyrstu heilsudagana hér í Vík dagana 23. september til 30. september í samstarfi við BeActive Iceland og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ Vonandi sjáum við sem flesta taka þátt
By Linda Laufdal 22 Sep, 2023
Í tilefni Íþróttaviku Evrópu SJÓBAÐS-ZUMBA PARTÝ á Ylströndinni í Nauthólsvík laugardaginn 23.september klukkan 13:00. Ekki missa af þessari snilld!
By Linda Laufdal 22 Sep, 2023
Hér má sjá dagsrká sundlauga og baðstaða í Reykjavík í tilefni Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: