Íþróttavika Evrópu 2022

Vikuna 23. – 30. september hefur verið mikið um að vera, á öllu landinu, í tilefni Íþróttviku Evrópu.
Heilsueflandi sveitarfélög, íþróttafélög, fyrirtæki í heilsueflingu, framhaldsskólar o.fl. hafa útbúið metnaðarfullar dagskrár og viðburði til að kynna hreyfingu og heilsutengda viðburði í sínu nærumhverfi.
 
Vikan í höfuðborginni byrjaði með sjóbaðs-zumba gleðisprengju í Nauthólsvíkinni föstudaginn 23. september, sem tókst það vel að viðburðurinn verður örugglega endurtekinn.
Til að gefa ykkur einhverjar hugmyndir um dagskrárliði sem voru á dagskrá þessa viku þá voru t.d, opnir tímar/æfingar hjá íþróttafélögum sem vildu kynna sínar íþróttir og námskeið, dansskólar buðu uppá opin hús, boðið var upp á afríska dansa með lifandi trommuslætti, klappstýrudansa svo að eitthvað sé nefnt. 
Sveitarfélögin buðu meðal annars upp á stólajóga fyrir eldri borgara, sjósund, göngur, samhjól og  fyrirlestra frá Dr. Viðari Halldórssyni, Silju Úlfarsdóttur, Pálmari Ragnarssyni og Margréti Láru Viðarsdóttur, sem fóru víða um landið þessa viku.
Þeir framhaldsskólar sem tóku þátt buðu nemendum uppá metnaðarfullar dagskrár með heilsuviku eða heilsutengdum viðburðum, eins og göngu í Landmannalaugar, snúsnú kennslu, róðrakeppni og fyrirlestra.
 
Í ár var ákveðið að prófa
#Beactivenight “Opið Danskvöld” í samstarfi við Dansíþróttasamband Íslands. BMX brós opnuðu viðburðinn með frábærri hjólasýningu. Á #Beactivenight var fókusinn á allskonar dans og gestir fengu að prófa mismunandi dansstíla eins og sveifludansa og salsa, þá voru einnig sýningaratriði eins og bollywood og samkvæmisdansar. Viðburðurinn tókst með ágætum þó að rauð veðurviðvörun hafi sett smá strik í reikninginn það kvöld.

Fyrir þau ykkar sem ekki gátuð verið með í ár, þá er um að gera að leggja höfuðið í bleyti fyrir næsta ár og senda póst á beactive@isi.is.

Þó að vikan sé formlega búin þá eru nokkrir viðburðir eftir, en alla viðburði má sjá á heimasíðu verkefnisins www.beactive.is og um að gera að skella sér í Fjölskylduhlaup Garðabæjar 1. október kl. 11:00 og taka þátt í Degi göngunnar, 2. október kl. 10:00.
Svo er vert að nefna Skólablakið, verkefni Blaksambands Íslands, en
hér má lesa allt um það.
Endilega merkið
#beactiveiceland og #worldwalkingday á myndir og myndbönd.

Myndir frá vikunni má sjá
hér.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk úr Erasmus+ styrktarkerfinu til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

By Linda Laufdal October 20, 2025
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi
By Linda Laufdal October 17, 2025
Af hverju að stoppa núna? Við viljum sjá hvernig þið hreyfið ykkur, hvort sem það er dans, göngutúr, fimleikar eða fótbolti.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
By Linda Laufdal October 17, 2025
ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt og óskar verðlaunaskólunum til hamingju með glæsilegan árangur. Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ og er styrkt að hluta frá Framvkæmdarstjórn Evrópusambandsins (European Commission) undir formerkjum Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal October 17, 2025
Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
By Linda Laufdal October 17, 2025
Viðburðurinn var vel sóttur og veðrið var frábært, þvert á spár veðurfræðinga. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti og minntu á mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið
By Linda Laufdal October 15, 2025
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
By Linda Laufdal September 17, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 16, 2025
Kraftur í KR - Bakgarðsganga, 24. september
By Linda Laufdal September 16, 2025
HHF - dagskrá 23. - 30. september