Íþróttavika Evrópu 2024

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin árlega dagana 23. – 30. september í yfir 30 Evrópulöndum.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.

Líkt og undanfarin ár mun Fræðslu – og almenningsíþróttasvið ÍSÍ í samstarfi við sveitarfélög, framhaldsskóla, íþróttahéruð, íþróttafélög og annarra aðila halda áfram að efla Íþróttaviku Evrópu um allt land. Mikilvægt er að fá sem flesta aðila með okkur í lið við það að hvetja landsmenn til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi sem er jafnframt skemmtileg.

Á forsíðu www.beactive.is má skoða hvað hefur verið gert undanfarin ár og einnig hér á Facebooksíðu verkefnisins.


Fyrir allar frekari upplýsingar og hugmyndir má hafa samband við starfsfólk Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á netfangið beactive@isi.is 



By Linda Laufdal October 20, 2025
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi
By Linda Laufdal October 17, 2025
Af hverju að stoppa núna? Við viljum sjá hvernig þið hreyfið ykkur, hvort sem það er dans, göngutúr, fimleikar eða fótbolti.
By Linda Laufdal October 17, 2025
Þátttakan í ár er með allra besta móti, en 83 grunnskólar hafa skilað inn niðurstöðum og 20.540 nemandi hlaupið samtals 81.713 kílómetra. Það er tæplega 62 hringir í kringum landið.
By Linda Laufdal October 17, 2025
ÍSÍ þakkar öllum þeim skólum sem tóku þátt og óskar verðlaunaskólunum til hamingju með glæsilegan árangur. Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ og er styrkt að hluta frá Framvkæmdarstjórn Evrópusambandsins (European Commission) undir formerkjum Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal October 17, 2025
Í ár fóru fram um 500 hreyfi- og heilsutengdir viðburðir víðsvegar um landið og er áætlað að um 50.000 manns hafi tekið þátt. Þessar tölur endurspegla þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl og sýna að Íþróttavika Evrópu hefur fest sig í sessi sem árlegur og mikilvægur liður í að efla
By Linda Laufdal October 17, 2025
Viðburðurinn var vel sóttur og veðrið var frábært, þvert á spár veðurfræðinga. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, ávörpuðu gesti og minntu á mikilvægi hreyfingar á öllum æviskeiðum
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið
By Linda Laufdal October 15, 2025
Íþróttavika Evrópu, eða European Week of Sport, #BeActive, er nú gengin í garð og í ár fagnar átakið 10 ára afmæli. Frá árinu 2015 hefur íþróttavikan hvatt milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig meira og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
By Linda Laufdal September 17, 2025
10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 16, 2025
Kraftur í KR - Bakgarðsganga, 24. september
By Linda Laufdal September 16, 2025
HHF - dagskrá 23. - 30. september