Landsmenn syntu 11,61 hring í kringum Ísland

Syndum, landsátak Íþrótta og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (SSÍ) í sundi hófst með formlegum hætti 1. nóvember í Laugardalslaug og lauk sunnudaginn 28. nóvember. Verkefnið var hluti af Íþróttaviku Evrópu sem er verkefni sem styrkt er af Erasmus+, styrkjakerfi Evrópusambandsins.

Markmiðið með Syndum var að hvetja almenning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ísland. Landsmenn skráðu sig til leiks og skráðu metrana sem þeir syntu á heimasíðu átaksins, www.syndum.is. Átakinu var vel tekið á landsvísu og samanlagt syntu 2.576 manns 15.354,9 km sem gera 11,61 hring í kringum landið!
Þátttakendur gátu bæði skráð þátttöku sína á vefnum en einnig önnuðust sundlaugar landsins skráningu í átakinu á hverjum stað fyrir sig.


Almenn ánægja var meðal þátttakenda með átakið og virðast margir hafa nýtt sér það sem hvatningu til að synda oftar og lengra og einnig til að bæta sundtækni sína. Tvisvar í viku voru fjórir þátttakendur dregnir út í lukkuleik og hlutu gjafabréf á Speedo sundfatnað, sundvörur og D-vítamín í boði H-verslunar.
Aukaverðlaun voru dregin út 1. desember og fengu þá tveir heppnir þátttakendur snyrtivöru frá Taramar og árskort í sund frá ÍTR.


ÍSÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt og einnig starfsmönnum sundlauga sem önnuðust skráningu og hvöttu sundgesti óspart áfram í átakinu. 

Á heimasíðu Syndum, www.syndum.is, eru allar nánari upplýsingar um verkefnið auk ýmiss annars fróðleiks og upplýsinga um sundlaugar landsins.


By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
More Posts